Ísland hefur slegið eigið met og mælist með mestu spillingu landsins frá upphafi, samkvæmt nýjustu könnun Corruption Perceptions Index (CPI), meðal annars vegna þátttöku íslendinga í Samherjamálinu, meintum mútum og spillingu í Namibíu. Fréttablaðið New Era Newspaper, í Namibíu fjallaði um málið.
„Ísland hefur tapað sex stigum á síðustu fimm árum og 10 stigum á síðasta áratug. Ísland sker sig verulega frá öðrum Norðurlöndum í vísitölunni. Danmörk skoraði hæst (90 stig), eins og árið áður,“ segir í yfirlýsingu Transparency International.
Ísland er meðal þeirra 23 landa sem fá sögulega lélega einkunn í ár. Önnur lönd eru Holland, Svíþjóð, Bretland, Íran, Rússland, Tadsjikistan og Venesúela.
„Transparency International Iceland bendir á að árið 2023 hafi tæplega 20 einstaklingar verið grunaðir um að hafa reynt að múta fólki í Namibíu. Þetta ásamt ítrekuðum málum sem eiga á hættu að veikja traust almennings á góðum stjórnarháttum, svo sem uppljóstranir um endureinkavæðingu Íslandsbanka og málefni Samherja í Namibíu,“ segir í öðrum kafla.
Aðeins einn af hverjum sjö svarenda trúir á heiðarleika íslensks sjávarútvegs
Þar segir ennfremur: „Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í tengslum við starfshóp um umbætur í sjávarútvegi bendir til þess að íslenskur almenningur upplifi sjávarútveg og stjórnkerfi hans sem spilltan. Aðeins einn af hverjum sjö svarenda trúir á heiðarleika íslensks sjávarútvegs og stjórnkerfis þeirra.“
„Namibía hefur tapað þremur stigum á síðustu fimm árum en fengið eitt á síðasta áratug. Transparency International Iceland bendir á að Namibía hafi tapað þremur stigum frá uppljóstrun um aðgerðir íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Stigaskor Íslands hefur lækkað um sex stig á sama tímabili.
Spilling aldrei mælst meiri á Íslandi – Íran, Rússland, Tajikistan og Venezuela