Nú styttist í að Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verði haldin á Patreksfirði, hvítasunnuhelgina 6.-9. júní! En nú berast líka frábærar fregnir af hátíðinni:
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og Orkubú Vestfjarða endurnýjuðu á dögunum langtímasamning um stuðning Orkubúsins við hátíðina en Orkubúið hefur verið einn helsti bakhjarl hátíðarinnar frá árinu 2018. Myndataka: Patrik Ontkovic :


Stjórn Skjaldborgar þakkar stuðning Orkubúsins við hátíðina og um leið menningarlífi Vestfjarða en hátíðin er með stærri og rótgrónari viðburðum á Vestfjörðum. Skjaldborg hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða 2021 og Eyrarrósina árið 2020 fyrir framlag sitt til menningar á landsbyggðinni.

Á myndinni má sjá Elías Jónatansson, orkubússtjóra, og Kristínu Andreu Þórðardóttir, fyrir hönd stjórnar Skjaldborgar, við undirritun samkomulagsins sem er til þriggja ára.
.
Umræða