Hugleiðingar veðurfræðings
Það er útlit fyrir milt og tiltölulega rólegt veður um helgina. Austlæg átt í dag, gola, kaldi eða strekkingur og úrkomulítið, en síðdegis má búast við dálítilli vætu á sunnanverðu landinu. Austan og suðaustan 5-13 m/s á morgun og þokusúld eða rigning með köflum, en það verður yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Hiti 6 til 15 stig, svalast í þokulofti við ströndina. Spá gerð: 06.05.2023 06:36. Gildir til: 07.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 5-13 m/s og þurrt að kalla, dálítil væta á sunnanverðu landinu síðdegis. Súld eða rigning með köflum á morgun, en þurrt norðaustanlands.
Hiti víða á bilinu 8 til 14 stig. Spá gerð: 06.05.2023 09:58. Gildir til: 08.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla á norðanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og dálítil væta á víð og dreif. Hiti 6 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 8-15 og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Suðvestanátt með skúrum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 06.05.2023 09:30. Gildir til: 13.05.2023 12:00.
Discussion about this post