Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á fæðubótarefninu The True Original – Animal pak dietary supplement sem fyrirtækið Prótín.is flytur inn og selur í vefverslun sinni. Innköllunin er vegna þess að það er of hátt magn af B6 vítamíni í ráðlögðum dagskammti. Matvælastofnun fékk upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem hefur eftirlit með fyrirtækinu.
Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar.
- Vörumerki: Universal Nutrition
- Vöruheiti: The True Original – Animal Pak – dietary supplement
- Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
- Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Strikamerki: 039442030115 (vara í áldós) / 039442032218 (vara í plastdollu)
- Nettómagn: 44 pakkar (áldós/vara í töfluformi, hver pakki inniheldur 11 töflur) / 387 g (plastdolla /vara á duftformi)
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Framleiðandi: Universal Nutrition, New Brunswich, New Jersey
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Dreifing: Prótín.is vefverslun
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar veitir Prótín.is, Síðumúla 15 (bakatil), 108 Reykjavík.
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á – upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook
Umræða