Á vefsvæði hósps sem gengur undir nafninu jarðsöguvinir, lýsa meðlimir yfir ótta sínum á að mjög stutt sé í eldgos
,,Nokkuð sérstakt finnst manni að lækka hættustig í Svartsengi miðað við að nú hefur landrisið náð sömu hæð og fyrir gosið og risið ögn hærra reyndar. Landrisið hefur líka gefið í á síðustu sólarhringum. Menn eru að gefa sér að það gjósi ekki í Svartsengi þó kvikusöfnunin eigi sér stað beint þar undir og á þeim forsendum opnar Bláa Lónið á morgun.“
,,Er virkilega hægt að fullyrða að kvikan leiti ekki beint upp af því að hún gerði það ekki í síðustu tvö skipti?
Hvað ef hún leitaði vestur og kæmi upp við Illahraunsgíga um 1 km frá Bláa Lóninu?
þar gaus árið 1226 eða þar um bil og hraun næði mannvirkjum í Svartsengi á skömmum tíma, spurning hversu mikið gagn nýju varnargarðarnir gera í því tilfelli.
En Illahraun kaffærði líka að mestu eldri gígum sem voru á milli Þorbjarnar og Sýlingarfells rétt austan við orkuverið, þannig að augljóst er að gos getur brotist upp hvar sem er á þessu svæði. Líklega hefði verið eðlilegra að opna Bláa Lónið fljótt eftir síðasta gos frekar en núna þegar nýtt gos er líklegt á næstu dögum.“ Segir á vefsíðunni.
Jarðsöguvinir, umræður um jarðhræringar og eldgos
Umræða