Heilbrigðisráðuneytið og embætti ríkislögreglustjóra standa saman að ráðstefnu fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfis og lögreglu sem miðar að því að tengja betur saman þjónustu þessara aðila við þolendur heimilisofbeldis. „Á ég að gera það? Samvinna í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis“ er yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin verður mánudaginn 18. mars á hótel Hilton Reykjavík Nordica kl. 09.00-16.00.
Undanfarin misseri hefur mikil vinna átt sér stað af hálfu stjórnvalda til að efla og bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis, jafnt heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis. Þetta hefur verið eitt af forgangsmálum Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Hann hefur m.a. lagt áherslu á verkefni sem miða að auknu samstarfi þeirra sem koma að þjónustu við þolendur, að móta og innleiða samræmt verklag þjónustunnar innan heilbrigðiskerfisins, bæta skráningu o.fl. Brotaþolum kynferðisofbeldis hefur verið tryggð sálfræðiaðstoð að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu í samstarfi við áfallateymi geðsviðs Landspítala og fjármögnuð hafa verið sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldismálum sem sinna þolendum af öllu landinu.
“Á ég að gera það?”
Samvinna í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis
Ráðstefna fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfis og lögreglu
Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2
Mánudaginn 18. mars 2024 kl. 9:00-16:00
8:45- 9:00 Mæting og kaffi
9:00- 9:15 Ráðstefnunni ýtt úr vör og nokkur orð um samvinnu
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu
9:15- 9:30 Verklag í heilbrigðisþjónustu um móttöku þolenda heimilisofbeldis
Drífa Jónasdóttir sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
9:30-10:00 Höldum glugganum opnum; samvinna á milli kerfa í heimilisofbeldismálum
Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum
10:00-10:20 Innleiðing verklags í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi
Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
10:20-10:45 Barnavernd, tilkynningaskyldan og samvinna á milli kerfa
Lára Steinunn Vilbergsdóttir og Ragnheiður Braga Geirsdóttir félagsráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur
10:45-11:00 Heimilisofbeldisteymi Landspítalans
Þjónusta Landspítalans í heimilisofbeldismálum
11:00-11:20 Samvinna út frá sjónarhorni lögreglu
Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu
11:20-11:30 Ávarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra
11:30-11:40 Slit fyrri hluta ráðstefnunnar og fyrirkomulag seinni hluta hennar kynnt
11:40-12:30 Hádegishlé
12:30-15:15 „Á ég að gera það?“ / skrifborðsæfing
Hópastarf á borðum þar sem þátttakendur greina og leysa einstök mál
15:15-16:00 Samantekt og ráðstefnuslit
Ekkert þátttökugjald er en nauðsynlegt að skrá þátttöku hér: https://forms.gle/Uu1AQntY1MH19czJ6
eða tilkynna um þátttöku með tölvupósti á netfangið: sigthrudur.gudmundsdottir@logreglan.is