73 verkefni komu inn á borð lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17:00 til klukkan 07:00 í morgun. Helstu málin voru þessi:
Kl.18:26 var tilkynnt til lögreglu um innbrot í bílskýli í Breiðholti. Farið hafði verið inn í bifreiðar og munir teknir. Málið er í rannsókn.
Kl.20:57 Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í Hálsahverfinu. Ökumaður reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Kl. 21:39 Ökumaður kærður á Ártúnshöfða fyrir að aka á 83km hraða þar sem hraði var aðeins leyfður 60km. Lokið með sekt á vettvangi.
Kl 22:59 Innbrot í söluturn í Garðabæ og lítilræði stolið. Einn í haldi lögreglu.
Kl. 23:41 Ökumaður handtekinn í Breiðholti eftir að hafa ekið á umferðarmannvirki og stungið af. Reyndist vera mjög ölvaður og gistir nú fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.
Kl. 01:04 Fékk lögreglan tilkynningu um að tvo aðila sem væru að beita hnífum gegn hvor öðrum í verslun í miðborginni. Einn í haldi vegna málsins en ekki var hægt að ræða við hann sökum vímuástands. Hinn laus að lokinni skýrslutöku. Í ljós kom að hnífar höfðu verið notaðir til að ógna með. Minniháttar áverkar voru á einstaklingunum en það var eftir hnefa þeirra.
Kl. 01:20 var ökumaður handtekinn á í Foldahverfinu í Grafarvogi vegna ölvunaraksturs. Laus að lokinni sýnatöku.
Kl. 02:10 Ökumaður handtekinn í miðborginni vegna fíkniefnaaksturs. Hann í haldi lögreglu þar sem hann var með lyfseðilskyld lyf á sér sem hann getur ekki gert grein fyrir og að hafa verið með hníf á sér.
Kl. 02:23 Lagði lögregla hald á rafvopn, fíkniefni og hnífa á heimili í Hafnarfirði. Málið telst upplýst.
Kl. 03:40 Ökumaður handtekinn á Reykjanesbraut við Mjóddina vegna fíkniefnaaksturs. Laus að lokinni sýnatöku.
KL. 03:47 Eignaspjöll unnin á verslun í Skeifunni. Einn í haldi vegna málsins.
K. 04:03 Brotist inn á skemmtistað í austurborginni. Áfengi stolið og einn er í haldi lögreglu vegna málsins.
Kl 04:26 Einn i haldi lögreglu vegna innbrots á Smiðjuvegi í Kópavogi. Reyndist vera vopnaður og fíkniefni í sínum fórum ásamt ýmsum munum sem talið er vera þýfi. Líklega hefur viðkomandi farið inn í nokkrar bifreiðar á þessu svæði í nótt áður en viðkomandi var handtekinn.
Fimm gista fangageymslur og sumir eiga fleiri en eitt brot vegna þeirra mála sem komu upp á tímabilinu.