Viðskiptaráð bendir á í umsögn sinni við frumvarp til fjárlaga árið 2026 að skuldir ríkissjóðs hafi þrefaldast frá árinu 2019 og muni aukast um rúma 1.400 milljarða króna, úr 890 milljörðum í 2.320 milljarða miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins.
Skuldasöfnun undanfarinna ára sé ekki aðeins afleiðing af viðvarandi hallarekstri, heldur einnig þeirri staðreynd að hreinn lánsfjárjöfnuður hafi verið neikvæður allt frá árinu 2019.
Viðskiptaráð leggur til að seldur verði hlutur í Landsbankanum, fjórðungshlutur í Landsvirkjun og hlutur í Isavia
Tækifæri til að hagræða um 109 milljarða
Viðskiptaráð leggur fram 46 tillögur sem myndu skila 109 ma.kr. hagræði í rekstri ríkissjóðs árlega miðað við fjárlög næsta árs.
#3 Eignasala: Viðskiptaráð leggur til að hlutur ríkisins í 10 félögum að andvirði 602 ma. kr. verði seldur (mynd 5). Þá telur Viðskiptaráð það mikil vonbrigði að aðeins sé áætluð eignasala á komandi ári upp á 800 m.kr. á virði eignarhluta ríkisins í ýmsum fyrirtækjum er virði mörg hundruð milljarða króna.
#4 Starfsmannahald: Viðskiptaráð leggur til að vinnutími, veikindaréttur, uppsagnarvernd og orlofsréttur opinberra starfsmanna verði færður til jafns við einkageirann. Tillögurnar skila 34 ma. kr. hagræðingu árlega.
Vaxtagjöld hækkað úr 47 ma.kr. árið 2019 í 125 ma.kr. árið 2026
,,Afleiðing skuldasöfnunar undanfarinna ára er sú að vaxtagjöld eru orðinn næst stærsti útgjaldaliðurinn í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 (mynd 2). Frá árinu 2019 hafa vaxtagjöld hækkað úr 47 ma.kr. árið 2019 í 125 ma.kr. árið 2026. Þá eru vaxtagreiðslur af skuldum ríkissjóðs orðnar kostnaðarsamari en rekstur Landsspítalans, Háskóla Íslands og Vegagerðarinnar.“