Hjónin sem létust í bílslysinu á föstudaginn hétu Margrét Á. Hrafnsdóttir fædd 1960 og Frímann Grímsson fæddur 1958. Þau voru búsett í Sandgerði.
Umræða
Þau láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. Slysið átti sér stað á Grindavíkurvegi stuttu fyrir hádegi á föstudaginn þegar tvö ökutæki lentu saman á veginum í hálku. Hjónin voru úrskurðuð látin á staðnum.
Fréttatíminn © 2023