Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, ýmist kaldi eða stinningskaldi að styrk. Víða má búast við dálítilli rigningu af og til, en austanlands verður rigningin samfelldari og í meira magni. Ágætlega milt miðað við árstíma, hiti á bilinu 2 til 7 stig. Milli Íslands og Grænlands er mikill norðaustan vindstrengur og jaðar hans nær inná Vestfirði, þar má búast við hvassviðri í dag eða jafnvel stormi með rigningu eða slyddu og hita 1 til 4 stig. Það er útlit fyrir svipað veður áfram á landinu á morgun, helsta breytingin er sú að vindurinn gefur eftir á Vestfjörðum þegar áðurnefndur norðaustan strengur hörfar til vesturs.
Veðuryfirlit
Um 300 km SSV af Landinu er 969 mb lægð sem fer hægt NV, en kyrrstæð 1018 mb hæð er yfir Grænlandi. Um 800 km SA af Hvarfi er 972 mb lægð sem fer allhratt ANA.
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 8-15 m/s. Víða dálítil væta af og til, en samfelld rigning austanlands. Norðaustan 15-23 og rigning eða slydda á Vestfjörðum, en heldur hægari vindur þar á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og líkur á dálítilli vætu með köflum. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-18 á Vestfjörðum og við suðausturströndina. Rigning suðaustan- og austanlands, en dálítil væta á köflum í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Austan 8-15. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Ákveðin norðaustlæg átt. Rigning eða slydda á austanverðu landinu og með norðurströndinni, en þurrt að mestu sunnan heiða. Hiti 1 til 6 stig, mildast syðst á landinu.