Veðurhorfur á landinu
Vestan og norðvestan 3-10 m/s á morgun. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost víða 0 til 7 stig.
Spá gerð: 10.12.2023 22:46. Gildir til: 12.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-8 m/s, þurrt og bjart veður og frost 3 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu síðdegis og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.
Á miðvikudag:
Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Sunnan- og suðvestanátt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 10.12.2023 21:46. Gildir til: 17.12.2023 12:00.