Edda Björk Arnardóttir var dæmd í tuttugu mánaða fangelsi í Noregi, þá á hún ennþá eftir að aflána eldri fangelsisdóm sem eru sex mánuðir að auki. Samtals er því um að ræða rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir tálmun gegn umgengni barnsföður við börn sín.
Dómurinn var kveðinn upp í dag og greindi Nútíminn fyrst frá honum. Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar hér á landi, staðfesti niðurstöðuna við Vísi.
Edda Björk var sökuð um að hafa flutt þrjá syni sína í óleyfi frá Noregi til Íslands með einkaflugvél árið 2022. Barnsföður hennar hafði áður verið úrskurðað forræði yfir drengjunum þremur. Edda Björk var handtekin í lok nóvember og framseld til Noregs í byrjun desember.
Samkvæmt framsalskröfu afplánar Edda Björk dóminn hér á landi. Samkvæmt handtökuskipun er Edda Björk grunuð um að hafa með alvarlegum og endurteknum hætti komið í veg fyrir umönnun, eða hafa haldið barni í burtu frá forsjármanni, sem það hefur fasta búsetu hjá samkvæmt dómsúrskurði.
Hún er einnig grunuð um að hafa numið börn af landi brott og haldið í öðru landi og komið þannig í veg fyrir umgengni þess við þann sem hefur forræði yfir barninu.
Edda Björk hafði áður hlotið sex mánaða fangelsisdóm í Noregi fyrir að svipta öll fimm börn sín umönnun frá föður á nokkurra mánaða tímabili árið 2019. Hún hefur ekki afplánað þann dóm.
Handtökuskipun á móður sem nam börn á brott af heimili föðurs