Fimm ára hvalveiðileyfi Hvals hf. er útrunnið en fyrirtækið sótti um endurnýjun þess í janúar. Þrátt fyrir að hvalveiðar hefjist jafnan í júní hefur nýtt leyfi ekki enn verið gefið út, né ákvörðun tekin um hvort þær verði bannaðar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hyggst opinbera ákvörðun sína í dag hvort hvalveiðar verði leyfðar eða ekki. en hún segist hafa fengið síðustu umsagnir um málið á þriðjudaginn í síðustu viku og að Hvalur hefði frest fram að síðustu helgi til þess að gera athugasemdir.
Ríkisstjórnarfundur stendur enn yfir en búist er við að hann standi lengi. Mörg mál eru á dagskrá fundarins.
Umræða