Telur þú að lög hafi verið brotin á þér við framkvæmd nauðungarsölu á þinni eign?
Ef svo er, ertu þá til í að deila frásögn þinni með okkur?
Þannig hljómar beiðni frá Hagsmunarsamtökum heimilanna til almennings, til þeirra sem að hafa hugsanlega verið beittir órétti við nauðungarsölu á fasteign sinni.
Ljóst er að tugþúsund fasteignir voru seldar á nauðungarsölum, hjá fjölskyldum á s.l. árum og m.a. hefur íslenska ríkið verið umsvifamikið þegar hefur komið að því að hirða fasteignir af fjölskyldum á Íslandi.
M.a. hafa Íbúðalánasjóður og ríkisbankarnir hirt tugþúsundir eigna og líklega selt þær aftur á verulegu undirverði skv. upplýsingum. En ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa neytað vel á annað ár að upplýsa hverjir fengu þessar eignir og á hvaða verðum, þrátt fyrir fulla heimild Persónuverndar að upplýsa málin.
Tækifæri til að láta ÞÍNA rödd heyrast
Dæmi um möguleg brot eru:
- Fjárnám eða nauðungarsala framkvæmd án þess að greiðsluáskorun eða boðun hafi verið löglega birt.
- Ekki gætt að því hvort boðin hafi verið úrræði til lausnar greiðsluvanda áður en nauðungarsölu var krafist.
- Ekki gætt að leiðbeiningarskyldu við gerðarþola um réttarstöðu hans og framkvæmd gerðar.
- Framhaldsuppboð ekki endurtekið þó framkomin boð væru undir markaðsverði fasteignar.
- Ekki tekið tillit til fyrningartíma krafna við fjárnám eða úthlutun söluverðs eftir nauðungarsölu.
- Ekki tryggt að uppgjör áhvílandi veðskulda miðist við markaðsverð fasteignar.
- Önnur brot á lögvörðum réttindum gerðarþola en þau sem hér eru talin.
- skilagreinum/uppgjöri að uppboði loknu
Eingöngu brot sýslumanna
Mikilvægt að ÞÍN saga heyrist
Sendið til… Sendið á heimilin@heimilin.is með „Það var brotið á mér“ í efnislínu.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/06/11/rangar-upplysingar-um-naudungarsolur-og-mikil-leynd-yfir-tugthusund-seldra-rikiseigna/