Lægsta verðið á Íslandi í dag er að venju hjá Costco en þar hefur verð á bensíni nú farið niður í 269.70 kr. líterinn.
Neytandi benti á að með því að taka alltaf bensín hjá Costco, væri hann að spara yfir 150.000 krónur á ári og fyrir þann sparnað keypti hann ný dekk undir bílinn.
,,Já, ég er að spara nálægt 200.000 krónur á ári með því að versla bara eldsneyti hjá Costco og fæ dekk undir bílinn fyrir þann pening og á góðan afgang.
Dekkin kaupi ég að sjálfsögðu líka hjá Costco sem er oftast með bestu verðin á hágæða dekkjum og frítt að fá þau sett undir hjá þeim að auki. Ég fæ sem sagt frí dekk undir bílinn á hverju ári.“ Segir ánægður neytandi.
Verð á bensíni niður fyrir 270 krónur – Samkepnnisstaða á eldsneytismarkaði
Umræða