Mikil úrkoma hefur mælst á Seyðisfirði í nótt, það snjóar í fjöll en bloti í snjónum í byggð. Hvöss A-ANA átt hefur verið á fjöllum síðan í gærkvöldi. Það á að draga úr úrkomu þegar líður á daginn og vind að hægja um leið og hann snýr sér til norðlægari áttar. Náið verður fylgst með aðstæðum og þróun í dag.
Mat á snjóflóðaaðstæðum
Það snjóar í NA-lægum áttum næstu daga með mestri ákefð á Austfjörðum aðfaranótt mánudag. Vindflekar hafa byggst upp víða á landinu í viðvarandi SV éljagangi í síðustu viku og nýlega í norðlægum áttum.
Þessir vindflekar geta því verið óstöðugir í fjölbreyttum viðhorfum og þá sérstaklega í lægðum og giljum. Talsvert frost hefur verið síðustu daga og veikleikar gætu hafa þróast í snjóþekjunni en lítilsháttar hlýindi hafa tekið við. Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 11. feb. 13:17
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
Næstu daga snjóar í NA-lægum áttum með talsverðri ákefð á Austfjörðum snemma á mánudag. Stormi er spáð fyrir allt norðanvert landið og Vestfirði aðfaranótt mánudags þar sem vindhraði getur náð allt að 25-30 m/sek og mun snjór víða skafa í suðlægar hlíðar. Síðar snýr í N-NV á þriðjudag með snjókomu á norðurlandi en lægir með deginum. Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 11. feb. 13:14