Felld með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis felldi í morgun tillögu um að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur óbreytt úr nefndinni.
Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur hefur vægast sagt verið mjög umdeilt frá upphafi, innan sem utan Alþingis, en hefur verið til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í rúma fjóra mánuði.
Ekki náðist sátt um sameiginlegt stjórnarskrárfrumvarp allra flokka og því ákvað Katrín að leggja málið fram sem þingmannamál að því er fram kemur í frétt fréttastofu ríkisins.
,,Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar lagði fram þá tillögu á fundi nefndarinnar í morgun að málið yrði afgreitt óbreytt úr nefndinni en sú tillaga var felld með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks.“
Umræða