Lýst eftir barni
Stúlkan var þrettán ára en hún hvarf af heimili móður sinnar fljótlega eftir að foreldrar hennar skildu fyrir tveimur árum. Í dag þverneitar hún öllu sambandi við móður sína, bæði eldri systkini sín, afa sinn og ömmu og alla aðra sem tengjast móður hennar.
Samband þeirra mæðgna hafði alltaf verið gott en fljótlega eftir skilnaðinn fór það að versna. Hún var mjög oft reið út í mömmu sína og ásakaði hana um að hafa farið illa með pabba hennar, hafa haldið framhjá honum og að hún væri bara að reyna að ná út úr honum peningum. Hún væri með alvarlegar geðtruflanir og ofsækti föður sinn sem oft væri grátandi út af því hvað hún er vond við hann.
Þessum börnum hefur verið rænt
Móðirin hefur leitað til sýslumanns og barnaverndaryfirvalda til að endurreisa samband þeirra mæðgna en þessi embætti telja sig ekkert geta gert. Kostnaður móðurinnar vegna lögfræðikostnaðar, sérfræðiálita og ráðgjafar við að reyna að ná aftur sambandi við dótttur sína er nú að nálgast 12 milljónir sem hún hefur fjármagnað með því að selja íbúðina sína.
Ofbeldi gegn barni – Ofbeldi í nánum samböndum
Stúlkan er ein af rúmlega 1.000 íslenskum börnum sem eru horfin öðru foreldri sínu, systkinum sínum, ömmum sínum og öfum, frændum og frænkum.
Þessum börnum hefur verið rænt og aðferðin við að ræna þeim heitir foreldraútilokun. Það er þegar foreldri elur á neikvæðum tilfinningum barns í garð hins foreldrisins í þeim tilgangi að hefna sín á því með því að þurrka það út úr lífi barnsins.
Það eru skýr merki um foreldraútilokun þegar:
- – barn sem áður (t.d. fyrir sambúðarslit foreldra) átti gott samband við foreldri sem það nú neitar að hafa nokkurt samband við
- – barnið hafnar líka sambandi við aðra í fjölskyldu foreldrisins s.s. systkina, afa, ömmu, frænku, frænda
- – barnið sér útilokaða foreldrið sem alslæmt en hitt foreldrið sem algott.
- Foreldri sem beitir þessu ofbeldi er mjög líklegt til að:
- – segja barninu að hitt foreldrið sé ekki öruggt, það elski ekki barnið og vilji bara fá það til sín til út af peningum
- – segja vinum og vandamönnum að það sé að gera allt sem það getur til að barnið fari aftur að hafa samband við hitt foreldrið en barnið sé alveg ófáanlegt til þess
- – að hitt foreldrið sé geðveikt og ofsæki sig
Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi
Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi. Það felur í sér andlega misnotkun á barninu sem brýtur niður sjálfsmynd þess og eðlileg mörk í nánum samskiptum.
- – haft samband við útilokaða foreldrið til að heyra þess hlið því ef þú ert í vinahring útilokandi foreldrisins er mjög líklegt að þú hafir ekki fengið réttar upplýsingar
- – lesið þér til um foreldraútilokun til að sjá hvort barnið sem þú hefur í huga passar við fleiri einkenni foreldraútilokunar
- – tekið skýra afstöðu næst þegar þetta berst í tal í vinahópi sem tengist málinu. Þú getur sagt að það sé ekkert eðlilegt við að barn hati foreldri sitt eftir skilnað sem það elskaði fyrir skilnað og vísað í önnur einkenni hér að ofan.
Þú getur fræðst meira um foreldraútilokun á FB síðu Félags um foreldrajafnrétti.
50% feðra beittir andlegu ofbeldi og 30% líkamlegu og fjárhagslegu ofbeldi