Í nýrri skoðanakönnun sem gerð var hjá Útvarpi Sögu, kemur fram að 83,41% vilja að Landsbankinn verði gerður að Samfélagsbanka. Skoðanakönnunin er nánast samhljóma stórri og faglegri skoðanakönnun sem gerð var árið 2016. Samkvæmt þeirri könnun sem var gerð síðla árs 2016 vildu um 85% íslendinga sem að svöruðu í könnun að ríkisbankarnir yrðu gerðir að Samfélagsbönkum og það var löngu áður en rannsóknarskýrsla kom út sem fletti ofan af söluferli við einkavæðingu bankanna. Samfélagsbankar hafa markaðshlutdeild sem er allt upp í 90 prósent í Þýskalandi.
Samfélagsbankinn, Sparkassen bankarnir eiga sér sögu í Þýskalandi allt til ársins 1778 þegar fyrsti bankinn var stofnaður í Hamborg
Þetta form bankarekstrar breiddist síðan út um Þýskaland, bankarnir voru einkum í eigu sveitarfélaga. Í kreppunni miklu urðu breytingar til þess sem ríkir enn þann dag í dag. Sparkassen bankarnir voru gerðir að sjálfseignarstofnunum sem starfa samkvæmt sérstökum lögum sem um þá gilda. Þar sem enginn á þá er bannað að selja þá, enda enginn sem getur selt þá og þeim eru settar mun strangari reglur en einkareknum bönkum á ýmsum sviðum.
Strangar reglur gilda um áhættuviðskipti, og bónusgreiðslur til starfsfólks eru bannaðar. Viðskiptavinir Sparkassen bankanna eru almenningur, og lítil og meðalstór fyrirtæki, en slík fyrirtæki eru raunar hryggjarstykkið í þýska hagkerfinu. Þá eru Sparkassen bankarnir skyldaðir með lögum til að þjóna öllum jafnt, þeir geta ekki hætt starfsemi á ákveðnum svæðum á þeim forsendum að viðskiptin séu lítt eða ekki hagkvæm.
Sparkassen banki getur ekki lokað útibúum eins og íslensku bankarnir hafa gert í hagræðingarskyni. Wolfram Morales segir að hvergi í öllu Þýskalandi sé lengri leið að næsta Sparkassen útibúi en 5 – 6 kílómetrar. Almenn bankastarfsemi, móttaka innlána og veiting lána er fyrst og fremst í verkahring Sparkasse bankanna, önnur bankastarfsemi er á hendi stóru einkabankanna. Síðast en ekki síst ber Sparkassen bönkunum lagaleg skylda til að verja hagnaði sínum til verkefna á starfssvæði hvers og eins banka. Sparkassen bankarnir eru að mestu sjálfstæðar einingar sem eru samtengdar með ýmsu móti, hafa sameiginlega yfirstjórn og eitt miðlægt gagnaver. Hlutdeild Sparkassen bankanna í almennri bankastarfsemi er mikil,segir Wolfram Morales.
Hagnaður Landsbankans 29 milljarðar og 14,4 milljarðar í arð til hluthafa