Strandveiðisjómenn mótmæltu harkalega stöðvun strandveiða í miðbæ Reykjavíkur í dag, meðal annars við Stjórnarráðið og Alþingi. Þeir kölluðu; ,,Svandís, farðu burt.“ Þá hélt Kári Stefánsson ræðu og sagði að rétt hefði verið að setja 63 þorskhausa við dyr Alþingis, því þá væru þeir jafn margir og eru fyrir innan dyrnar.
Sjómenn krefjast 4000 tonna aukningar á strandveiðikvóta, en ráðherra og Hafrannsóknarstofnun segja ekki hægt að bæta við kvótann. Svandís Svavarsdóttir stöðvaði vistvænar handfæraveiðar strandveiðibáta á miðvikudaginn var, 12. júlí. Áður en tímabili til strandveiða var lokið. Sjómenn segja miðin vera full af fiski og engin rök fyrir því að hefta atvinnufrelsi þeirra með þessum hætti.
Umræða