Smábátasjómenn hafa skipulagt öflug mótmæli við Alþingishúsið í dag og hefur Trillukarla kórinn æft stíft fyrir mótmælin. Þá mun Kári Stefánsson mæta og halda ræðu en hann er harður stuðningsmaður smábátasjómanna og hefur gagngrýnt kvótakerfið harkalega og nú síðast á sjómannadaginn.
Í lokuðum hópi smábátasjómanna hefur vefur þeirra logað vegna óánægju með störf Alþingis undanfarna áratugi í málefnum strandveiða og í dag, sérstaklega með störf matvælaráðherra sem stöðvaði veiðar í fyrradag þegar fiskurinn var ekki einu sinni kominn á svæðin fyrir Norður og Austurlandi en ótrúlega mikið magn af fiski á öðrum veiðisvæðum. Þá vilja menn halda því fram að ekki sé verið að vernda fiskinn sem er nóg af, heldur hagsmuni stórútgerðarinnar sem hefur lýst því yfir að þjóðin eigi ekki fiskinn, heldur eigi stórútgerðinn hann.
,, Frumbyggjaréttur með elsta veiðarfæri frá upphafi“
Vistvænn smábátasjómaður hefur þetta um málið að segja: ,,Mannréttindi og atvinnufrelsi. Það er það sem kemur fram í áliti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. álitið var aldrei að búa til Kvótakerfi utan um lögleysu (annað kvótakerfi utan um Strandveiðar) sem þurfti að leiðrétta af íslenskum stjórnvöldum.
Annars var álitið um frelsi að auðlindum þjóðarinnar fyrir þjóðina og það mátti ekki loka því nema um almannaheill væri að ræða og það er ekki þannig því þá væri búið að stöðva stæðstu og öflugustu skipin í íslenskri lögsögu.
Aftur og enn eru mannréttindi og atvinnufrelsi brotin af alþingismönnum og ráðherra og það ber að laga tafarlaust.“
Trillukarla kórinn er búinn að æfa fyrir kröfugöngu að alþingishúsinu.
Glæsilegt framtak! Koma svo allir að mæta!
Umræða