Inga Sæland formaður Flokks fólksins sló heldur betur í gegn á Fiskidags-tónleikunum um helgina á Dalvík
Inga söng þar lag Tinu Turner, The best, og miðað við fögnuð áhorfenda á Dalvík, á heiti lagsins vel við söngkonuna. Þá fór vel á með henni og Rúrik sem er líklega einn af fjölmörgum aðdáendum hennar, enda fer hún á kostum með bæði lag og texta. Inga skrifar undir myndina af þeim á síðu sinni ,,Takk fyrir samveruna og frábær kynni elsku Rúrik“
Á dögunum tók hún sama lag í viðtali hjá RÚV sem vakti heimsathygli.
Umræða