Talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt en um miðnætti var tilkynnt um tvo menn á gangi með kylfur. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir leit og aðeins ein tilkynning barst um mennina.
Þá höfðu starfsmenn hótels samband til þess að óska eftir aðstoð vegna manns sem ekki vildi greiða fyrir vín sem hann er búinn að drekka. Maðurinn var ofurölvi og var hann fjarlægður af lögreglu og gistir fangageymslur.
Umferðaróhapp varð í vesturbænum. Önnur bifreiðin óökufær en engin slys á fólki. Ölvaður ökumaður ók á bifreiðar í miðborginni og var handtekinn á vettvangi. Minniháttar tjón og málið er í rannsókn.
Nokkrar tilkynningar um slagsmál og ólæti í miðborginni sem lögregla sinnti ásamt minniháttar málum.
Discussion about this post