Garðar Cortes, óperusöngvari andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Garðar Emanúel Cortes fæddist 24. september 1940 og var því á 83. aldursári þegar hann kvaddi.
Garðar kom að íslensku tónlistarlífi nánast úr öllum áttum og var allt í öllu. Garðar var söngvari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, óperustjóri, söngskólastjóri auk þess sem hann stofnaði hljómsveitir, kóra, tónlistarskóla og óperu.
Garðar lætur eftir sig fjögur börn og níu barnabörn. Eftirlifandi eiginkona hans er Krystyna Cortes, tónlistarkennari og píanóleikari. Ítarlega er fjallað um líf og feril Garðars Cortes á vefnum Vísir.is
Discussion about this post