Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður suðlæg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum en lengst af þurrt um landið vestanvert en bjart að mestu austantil en stöku skúrir þar eftir hádegi. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins fyrir norðan og austan.
Um helgina eru ekki stórar breytingar í kortunum. Suðlæg eða breytileg átt, skýjað með dálítilli vætu vestantil en bjart að mestu á austurhelmingi landsins en líkur á síðdegisskúrum þar. Frekar svalt vestanlands en hlýtt á Austurlandi. Frá og með mánudegi er útlit fyrir breytilegar áttir, vætu með köflum á víð og dreif og kólnar hægt og bítandi í veðri. Spá gerð: 16.06.2023 05:51. Gildir til: 17.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 3-10 m/s, en 8-13 norðvestantil á morgun. Skýjað og sums staðar dálítil væta. Yfirleitt bjartviðri á Norður- og Austurlandi en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 10 til 23 stig að deginum, hlýjast í innsveitum austanlands. Spá gerð: 16.06.2023 05:15. Gildir til: 17.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (lýðveldisdagurinn):
Suðvestlæg átt 3-8 m/s en 8-13 norðvestantil. Dálítil rigning um vestanvert landið, en bjart að mestu austantil og sums staðar þokusúld við ströndina. Hiti 10 til 25 stig yfir daginn, hlýjast í innsveitum austanlands.
Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og væta með köflum vestanlands. Bjart að mestu austantil með stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 23 stig, svalast við norður- og vesturströndina, en hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8. Víða rigning eða skúrir en þurrt og bjart að mestu austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti yfirleitt 8 til 18 stig að deginum, hlýjast fyrir austan.
Á miðvikudag (sumarsólstöður):
Suðlæg eða breytileg átt, bjart með köflum en stöku skúrir á víð og dreif. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt. Rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu en annars úrkomulítið. Hiti 10 tli 15 stig.
Spá gerð: 15.06.2023 20:27. Gildir til: 22.06.2023 12:00.