Baldur siglir á morgun fimmtudaginn 18. mars skv. áætlun
,,Gleðifréttir voru að berast. Eftir viðgerð, gangsetningu og prufusiglingu er ljóst að ferjan Baldur mun sigla skv. áætlun á morgun fimmtudag og svo áfram skv. áætlun þangað annað kemur í ljós. Allar mælingar sem framkvæmdar voru í dag komu vel út og því ekkert því til fyrirstöðu að sigla á morgun.“ Segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
,,Allir sérfræðingar sem að málinu hafa komið hérlendis eru sammála um að orsök bilunarinnar sé að finna í galla í túrbínuöxli sem varð þess valdandi að lega í túrbínunni gaf sig. Það er mjög mikilvægt að orsök hafi fundist. Rétt er að minna á að túrbínan og túrbínuöxullinn voru sett í ferjuna í júlí í fyrra.
Í ljósi þess að bilun hefur nú í tvígang komið fram í annarri túrbínu Baldurs eru sérfræðingar að skoða hvernig hægt sé að bregðast við þessháttar óhappi sem vonandi kemur ekki fyrir aftur.
Þá munum við hjá Sæfeðrum leggja fram siglingaviðmið sbr. það sem víða þekkist erlendis. Þau eru í þá veruna að við ákveðnar veðurfars og sjólags aðstæður siglir ferjan ekki skv. ákvörðun útgerðarinnar. Því til viðbótar er það alltaf mat skipstjóra, þó aðstæður séu betri en áðurnefnd siglingaviðmið, hvort sigla skulu eða ekki og hafa skipstjórar sem fyrr algjöran stuðning útgerðar þegar kemur að því að fella niður ferðir vegna veðurs og/eða sjólags.
Á þessum tíma gleðjumst við og hlökkum til að taka aftur á móti okkar góðu farþegum og flutningsaðilum.
Ég vill að lokum aftur þakka þeim farþegum sem voru um borð þegar bilunin kom fram sem og flutningsaðilum sem áttu bíla og vörur um borð fyrir þeirra skilning og afstöðu. Einnig vil ég þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra góðu störf við erfiðar aðstæður, frábært lið.“
Fh Sæferða, Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri