Banaslys varð þegar húsbíll og jepplingur rákust saman við Hítará og einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag.
Lögreglan Vesturlandi tilkynnti um alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag. Þar rákust saman tvær bifreiðar, húsbíll og jepplingur, sem komu úr gagnstæðri átt. Sjö erlendir ferðamenn voru í bifreiðunum og var farþegi úr annarri þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi. Þrír voru fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar og þrír með sjúkrabifreið. Báðar bifreiðar eru ónýtar
Slökkvilið, lögregla, sjúkraflutningar, rannsóknarnefnd umferðarslysa og Landhelgisgæsla komu að aðgerðum á vettvangi. Lögreglan á Vesturlandi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Umræða