-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Flugslys við Skálafell

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Flugslys varð í nágrenni Skálafells og Móskarðshnjúka síðdegis í dag. Eins hreyfils flugvél var þar á ferð. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugmanninn á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og lenti þar rétt fyrir klukkan fjögur. Rúv greindi frá.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgissgæslunni fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð úr neyðarsendi flugvélarinnar og voru því allir viðbragðsaðilar ræstir af stað. Þyrla gæslunnar fann flugmanninn á toppi Skálafells. Flugmaðurinn kom gangandi á móti áhafnarmeðlimum og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.
Flugvélin var lítil eins hreyfils vél og var flugmaðurinn einn um borð. Í fyrstu tóks ekki að finna flugvélaflakið en það fannst nú á fimmta tímanum á Skálafellsöxl. Enn logaði í flakinu þegar viðbragðsaðilar komu að því og þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja rannsóknarlögreglu og fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa upp að því.