Barnaverndarnefndir sjá um að velja fósturforeldra fyrir börn og aðstoða og undirbúa þá fyrir hlutverkið. Upplýsingar og ráðgjöf um þetta ábyrgðarmikla starf fást einnig hjá Barna- og fjölskyldustofu ríkisins. Er það kerfi að bregðast og er ekkert eftirlit ?
Á Íslandi hefur barna- og fjölskylduvelferðarsjónarmiðin þróast yfir áratugina með áherslu á velferð barna og jafnrétti foreldra. Þó má oft sjá að kerfið, þrátt fyrir góðar áætlanir og stefnu, bregst ekki alltaf á fullnægjandi hátt við öllum aðstæðum, sérstaklega þegar kemur að tengslum feðra við börn þeirra.
Barnavernd Hafnarfjarðar samþykkir konu með 15 ára tálmunarofbeldi
Í því tilfelli sem hér um ræðir er Barnavernd Hafnarfjarðar að reyna að þvinga föður til þess að afsala sér börnum sínum til konu sem á langa ofbeldissögu að baki. Hún hefur tálmað umgengni við föður dóttur sinnar í heil 15 ár. Ekki bara gagnvart föður hennar, heldur einnig allri hans fjölskyldu. Faðirinn hefur þar með misst af lífi og samskiptum við dótturina frá því að hún var um tíu ára gömul sem og öll hans fjölskylda.
,,Eðli málsins samkvæmt, hefur hann misst af fimmtán jólum-, páskafríum-, sumarfríum- og bara heilum fimmtán árum af lífi dóttur sinnar. Það er ekkert að fara að breytast og það er eins og faðir hennar sé látinn og öll hans fjölskylda og svo má að sjálfsögðu ekki tala um þau á heimilinu að kröfu móður.
Barnavernd Hafnarfjarðar að reyna að þvinga föður til þess að afsala sér börnum sínum til konu sem á mjög langa og ljóta ofbeldissögu og er ekki móðir barna hans
Í mínu tilfelli gagnvart þessari sömu ofbeldismanneskju, þá ber ég hag barnsins fyrir mestu og þessi kona er ekki einu sinni móðir barna minna heldur fyrrverandi stjúpmóðir út í bæ. Hvernig liti þetta út ef kynjunum yrði snúið við í þessu máli? Það yrði allt vitlaust í samfélaginu ef fyrrverandi ofbeldisfullur stjúpfaðir ætti í hlut.“
Barnavernd stendur með ofbeldismanneskju með 15 ára afbrotaferil
Fréttatíminn hefur undir höndum gögn er varðar þetta mál, þar sem barnavernd Hafnarfjarðar reynir að þvinga föður til að samþykkja fyrrverandi stjúpmóður barna sinna til þess að verða fósturforeldri þeirra. Um er að ræða þessa sömu konu og nefnd er hér að ofan og á sér fimmtán ára ofbeldissögu.
Málið er í raun óskiljanlegt þar sem faðirinn er í sambúð með góðri konu sem er uppeldisfræði menntuð og hefur starfað sem slík í 25 ár. Þá er faðirinn framkvæmdstjóri til 30 ára og saman búa þau í rúmgóðu húsnæði og eru bæði reglusöm og á góðum stað í lífinu. Börnin hafa alltaf átt góð samskipti við föður sinn.
Aftur á móti býr fyrrverandi stjúpmóðirin sem er öryrki, í húsi mannsins sem hún neitar að yfirgefa og hefur maðurinn orðið að undirbúa málsókn til þess að krefjast útburðar á henni og fá eign sína afhenta. Þegar það gerist er fyrrverandi stjúpmóðirin heimilislaus eins og hún var áður en þau kynntust. Varla er það barnvænleg staða?
,,Ég hef reynt að ræða við Barnavernd en þar vinna einungis konur sem virðast styðja tálmun kvenna, ég hef heyrt fleiri sögur um fleiri slík tilvik og hef fengið það staðfest að Barnavernd styðji og standi með konum sem tálma feður. Þá nota þær svokallað Umdæmisráð til þess að stimpla á skjöl þeirra sem gerir það athugasemdalaust í lang flestum tilfellum er mér sagt af reynslumiklum aðila. Við erum mörgum árum á eftir hinum Norðurlöndunum og ekki er langt síðan Íslensk móðir var dæmd í 3 ára fangelsi fyrir að tálma og eitra huga barna og umgengni gagnvart föður í Noregi, þar sem hún reyndi íslensku leiðina í tálmun.
Barnavernd á Íslandi er ítrekað sökuð um að standa með foreldrum sem tálma umgengni með aðstoð yfirvalda. Barnavernd brýtur þar með Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna, stjórnarskrá og íslensk lög á barni og foreldri.
Svarbréf til Barnaverndar sem reyndi ítrekað að þvinga föður til að afhenda ofbeldismanneskju barn sitt gegn staðfastri neitun hans
,,Já ég hef verið að hugsa þetta mál mjög vel og vandlega undanfarna daga og hef í raun ekki fengið nein svör um hvernig ástandið er á heimilinu og hvort grunur minn sé réttur um að verið sé að eitra hug barnsins í minn garð, ég a.m.k. finn mikla breytingu á dætrum mínum því eins miklar pabbastelpur og þær voru, þá er raunin sú að þær líta mig hornauga.
Ég finn að þær ræða ekki við mig á eins frjálslegan og innilegan hátt og áður. stúlkan er greinilega kúguð andlega og hrædd við að tala um hluti við mig. Ég hef þess vegna ekki verið að spyrja hana um neitt því ég veit að þá lendir hún í vandræðum þar sem hún dvelur. En hún er aftur á móti yfirheyrð um mína hagi.
Ofbeldissaga fósturforeldris ekkert skoðuð
Miðað við að fyrrverandi stjúpmóðirin á 15 ára ofbeldissögu og langan afbrotaferil varðandi tálmun og eitrun gagnvart eigin barni, þykir mér furðulegt að hún hafi getað fengið viðurkenningu sem fósturforeldi, en saga hennar hefur greinilega ekkert verið skoðuð af yfirvöldum barnamála.
Ofbeldi gegn eigin barni, föður þess og allri hans fjölskyldu
Barnsfaðir hennar og kona hans, hafa margar sögur af ofbeldi hennar s.l. 15 ár gagnvart dóttur sinni og þeim. Það væri rétt að hafa samband við þau, því þau hafa alveg sömu sögu að segja og ég. Þá horfði ég upp á fyrrverandi stjúpmóður og foreldra hennar í heil 15 ár, eyðileggja dóttur sína með illu umtali um föður.
,,Samband dóttur konunar við blóðföður sinn og allt hans fólk var eyðilagt og m.a. var ættarnaf hennar afmáð og fleira og fleira. Hún mun aldrei bera þess bætur að hafa búið við ævilangt ofbeldi. Ég hef hitt og rætt við föðurinn, og bæði hann og hans kona eru yndislegt fólk og virt í samfélaginu og gegna m.a. forystu í mikilvægri ábyrgðarstöðu í almannaþágu“
Lifandi-dáið barn vegna ofbeldis
Ég horfði upp á ofbeldið gagnvart stúlkunni sem þá var tíu ára, eða allt frá því að ég kom inn í líf hennar, þegar ég kynntist móður hennar og við hófum sambúð. Hún ólst upp við mikið hatur móður sinnar á föður hennar og hans fólki. Það var daglega talað illa um föður hennar í hennar eyru, bæði af móður hennar og afa hennar og ömmu sem og öðrum ættinigjum.
Mér fannst eitthvað gruggut við þessar frásagnir og komst svo síðar að því að þær áttu ekki við nein rök að styðjast heldur ýmist upplognar eða stílfærðar honum í óhag gagnvart dóttur sinni. Þó hann legði sig allan fram um að eiga gott samband við dóttur sína og gera vel við hana, þá var það allt eyðilagt jafn óðum með því að gera hann tortryggilegan og gera lítið úr öllu sem hann gerði og gerði ekki. Móðirin hafði heljartak á dóttur sinni og misnotaði það traust glæpsamlega sem hún fór með gagnvart henni.
Ofbeldi móður stúlkunar gagnvart henni hafði og hefur enn mjög alvarlegar afleiðingar og ég horfði upp á barnið veslast upp andlega og ég sé það enn betur þegar komið hefur í ljós hvað átti sér stað að það var rétt. Stúlkunni leið mjög illa andlega vegna þessa ofbeldis og varð fáskiptin, þunglynd og missti alla lífsgleði almennt. Það bar á mikilli andfélagslegri hegðun og hún einangraði sig og hleypti engum að sér og ógjörlegt var fyrir hana að mynda náið samband við aðra. Ég upplifði hana sem lifandi-dáið barn.
Stúlkan sem nú er fullorðin hefur verið hjá sálfræðingum og geðlæknum frá barnsaldri og er enn og hefur tekið ýmis lyf vegna þess ofbeldis sem hún var beitt. Hún hefur alla tíð og enn í dag átt erfitt með mannleg samskipti og á mörg sambönd að baki við hitt kynið þrátt fyrir ungan aldur, sem ekki hafa gengið upp. Tengslamyndun barna sem hafa alist upp við tálmunarofbeldi móður hafa þessi áhrif á börn fyrir lífstíð, þau missa getuna til að mynda náið samband með skelfilegum afleiðingum fyrir líf sitt.
Faðirinn leyndur um tilraun til sjálfsvígs
Auk ofangreindra atriða og alls þess sem hefur komið fram af minni hálfu og án allra upplýsinga um hagi barnsins vegna tálmunar o.fl. síðustu þrjú ár, þá lítur áframhaldandi vistun mjög illa út.
Eins og ég greindi frá í bréfinu á síðasta fundi, að þá var ég m.a. leyndur því af fyrrverandi stjúpmóður, barnsmóður, lögreglu, sjúkrahúsi og barnavernd að eldri dóttir mín, var flutt á bráðamóttöku vegna þess að hún reyndi að fremja sjálfsmorð á heimilinu með lyfjum sem þar voru á vegum fyrrverandi stjúpmóður. Hvers vegna var ég ekki upplýstur um það atvik? Hverju hefur fleiru verið haldið leyndu fyrir mér varðandi dætur mínar?
Ofbeldi fyrrverandi stjúpmóður
Ég varð oft vitni af andlegu ofbeldi fyrrverandi stjúpmóður gagnvart dóttur minni þegar konan tók reglulega skapofsaköst og lét þau bitna á barninu, sem leitaði þá í skjól hjá mér. Fyrrverandi stjúpmóðir hefur ekki beitt hana líkamlegu ofbeldi svo ég viti, en ég varð þrisvar fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi af hennar hálfu og kærði þau að lokum. Þá kærði ég hana einnig fyrir að stela 340.000 krónum sem eldri dóttirin fékk í fermingargjöf. Stjúpmóðirin hefndi sín á mér með því að setja inn upplogna kæru sem lögreglan sagði orðrétt að ætti ekki við nein rök að styðjast, sem styður ótvírætt hve óheiðarleg hún er.
Ég var opinn fyrir því að dóttir mín yrði á heimilinu til þess að breyta ekki hennar högum, þangað til ég fengi húsið mitt afhent, en það er ekkert sem sannfærir mig um að það sé óhætt. Þvert á móti.
Þess vegna hef ég ekki samþykkt vistun. Er ekki hlutverk Barnaverndarstofu að sameina barn og foreldri? Ég sem faðir barnsins hef algjörlega verið úti í kuldanum hvað dætur mínar varðar. Hagsmunir stjúpmóður virðast hafa verið númer eitt, tvö og þrjú en hagsmunir dætra minna og mín virðast engu máli skipta. Högum dætra minna er haldið markvisst leyndum fyrir mér af stjúpmóður, barnsmóður og Barnavernd eins og áður hefur komið fram.
Undanfarin þrjú ár hefur ekki verið inn í myndinni að við feðginin fengjum að njóta tíma saman um jólin, páskum eða í sumarfríi. Sama á við um helgar og virka daga varðandi umgengni. Reynslan af því að dætur mínar hafa dvalið hjá fyrrverandi stjúpmóður sinni síðustu þrjú ár hefur verið allt annað en góð. Rétt hefði verið hjá henni að yfirgefa húnæðið mitt á sínum tíma, þannig að við dætur mínar gætum verið saman. Það er ekki of seint að hún geri það. Enginn grundvöllur er fyrir vistunarsamningi í húsi mínu þar sem fyrrverandi stjúpmóðir dvelur ólöglega. Rétt er að halda því til haga að fyrrverandi stjúpmóðir er ekki móðir dætra minna og því finnst mér hagsmunir dætra minna ekki vera í forgangi, heldur eingöngu hagsmunir hennar.
Til að raska ekki meira lífi dætra minna en hefur orðið s.l. þrjú ár, býð ég upp á að konan flytji út með fullorðinni dóttur sinni og ég flytji inn til dætra minna. Þar með sé ég fjölskyldusameiningu með börnum mínum. Ég ítreka að fyrrverandi stjúpmóðir er ekki móðir barna minna eins og þegar hefur komið fram.
Ég sé engan grundvöll fyrir vistun barnsins hjá konunni og tel að það muni eingöngu valda henni og okkur feðginum stórkostlegu tjóni hér eftir sem hingað til og þá sérstaklega henni. Ég er viss um að hún er betur komin á heimili okkar konu minnar sem er uppeldisfræðilega menntuð.
Við erum reglusöm og búum ein í fjögurra herbergja húsi sem er jafn langt frá skóla barnsins og núverandi dvalarstaður. Þá erum við með tvo bíla til þess að skutla henni en fyrrverandi stjúpmóðir hefur ekki átt bíl í sjö ár og hefur enga burði til að eiga eða reka bíl, þar sem hún er öryrki. Ég tel að hún sækist í að verða fósturforeldri til þess að fá veglegar greiðslur frá ríkinu því örorkubætur eru ekki háar en hún hefur lifað á bótum undanfarna áratugi.
Það er ljóst að barnið þarf aðlögun og sálfræðilegan stuðning og ég óska eftir því að Barnavernd verði okkur innan handar við aðlögunina strax eftir áramót. Það er búið að hræra mikið í barninu og eitra huga hennar og systur hennar gagnvart mér og minni fjölskyldu, því er barnið ekki í neinu ástandi til þess að segja til um hvar hún vilji búa. Lagalega þá er henni það óheimilt að auki.
Það skín í gegn í þeim viðtölum sem hafa verið tekin við barnið, að þar er öllu snúið á hvolf eins og ég ræddi á síðasta fundi. Þ.e. þegar við höfum átt góðan tíma saman og barnið mjög glatt og ánægt, þá er búið að eitra þá jákvæðu upplifun með svokallaðari foreldrafirringu (þekkt í tálmunarmálum). Þess vegna er nauðsynlegt að farið verði faglega að því að sameina okkur aftur og með góðri hjálp fagaðila.
Kveðja, faðir –
(Barnavernd Hafnarfjarðar hundsaði föðurinn og ætlar að beita hann ólöglegum þvingunum.)
Viðurkenning sem fósturforeldri og barnavernd
Ein af þeim aðstæðum sem hafa vakið áhyggjur og gagnrýni á kerfið er þegar móðir hefur tálmað samskiptum við barnsföður í áraraðir. Þetta hefur margar ógnvænlegar afleiðingar, bæði fyrir barnið og fyrir feðurna sem vilja vera virkir þátttakendur í lífi barna sinna. Þegar þetta gerist getur það einnig vakið spurningar um hvernig samfélagið og barnaverndaryfirvöld bregðast í slíkum aðstæðum.
Í þessu tilfelli er um að ræða móður sem hefur tálmað samskiptum barns síns við föður sinn í heil 15 ár með öllum ljótustu athæfum sem hugsast geta, þegar slíku ofbeldi er beitt. Samt hefur hún verið viðurkennd af barnaverndaryfirvöldum til að vera fósturforeldri. Það vekur upp spurningar um hvort barnaverndarkefið á Íslandi sé ónýtt og eftirlitslaust?
Áður en við förum í nánari skoðun á þessu, er mikilvægt að skilja hvað það þýðir að vera fósturforeldri á Íslandi. Fósturforeldrar eru einstaklingar sem taka að sér börn sem ekki eru þeirra eigin, til að bjóða þeim ást, umhyggju og uppeldi án aðkomu raunverulegra foreldra.
Það er mikilvægt að hafa í huga að í flestum tilvikum sem varða fósturforeldri, þarf að fara í gegnum ferli til að tryggja að einstaklingur eða par sem fer í gegnum þessa ferla sé reiðubúið og hæft til að annast barn. En það virðist sem kerfið hafi ekki alltaf tekið nægilega til skoðunar áhrif þess að viðkomandi einstaklingur (í þessu tilfelli móðirin) hefur verið með vald yfir sambandi barnsins við annan foreldrið og hefur tálmað umgengni í 15 ár varðandi sitt eigið barn og heldur því áfram.
Kerfið bregst og rannsakar ekki bakgrunn fósturforeldra
Þegar móðir heldur samskiptum barns frá barnsföður í langan tíma án þess að kerfið bregðist við með viðeigandi úrræðum, verður kerfið fyrir mikilli gagnrýni og svo virðist sem barnaverndaryfirvöld á Íslandi samþykki tálmanir. Því er öðruvísi farið á hinum Norðurlöndunum og ekki langt síðan Íslensk kona var dæmd í þriggja ára fangelsi vegna tálmunar í Noregi.
Feður sem vilja vera virkir í lífi barna sinna og bera ábyrgð á uppeldi þeirra upplifa oft að kerfið sé tregt eða jafnvel fjandsamlegt þegar kemur að aðstoð við að viðhalda tengslum við börn sín. Ef kona hefur haft vald yfir því hvort barnið fái að hitta föður sinn eða ekki, án þess að kerfið hafi í raun brugðist við því, er það djúpstæð áskorun fyrir kerfið sem þarf að skoða í víðu samhengi.
Afleiðingar fyrir börnin
Þegar barn er sett í þá stöðu að vera aðskilið frá föður sínum í langan tíma og móðirin hefur haft áhrif á þann aðskilnað, er hætta á því að barnið upplifi streitu, tilfinningalegt áfall og missi tengsl og mikilvæg samskipti við foreldri sitt sem það hefur rétt á að þekkja og umgangast. Þetta getur haft langvarandi áhrif á líf barnsins, þar sem tengslamyndun og fjölskyldutengsl eru grundvallaratriði í heilbrigðum þroska.
Ef barn er þannig alið upp í því að hafa takmarkað samband við annan foreldri, gæti það haft áhrif á sjálfsmynd þess, tilfinningar um réttlæti, jafnrétti og hvernig það sér sambönd í framtíðinni. Þetta er raunveruleg ástæða fyrir því að kerfið þarf að bregðast við, þegar foreldri hindrar samband við annað foreldri í langan tíma.
Hvað þarf að bæta?
Til að kerfið geti bætt þessa stöðu, þarf það að vera meira viðkvæmt fyrir öllum þáttum í lífi barnsins og hvernig það er mótað af því sem foreldrar þess gera. Kerfið þarf að tryggja að réttur feðra sé virtur með sama þunga og réttur mæður, þannig að báðir foreldrar geti tekið virkan þátt í uppeldi og lífi barnsins. Þetta þarf að vera stöðugt eftirlit og beiting á úrræðum til að tryggja réttindi barnsins og forðast að einhver misbeiti þessum réttindum.
Kerfið þarf einnig að vera með úrræði sem stuðla að því að hindranir á samskiptum milli foreldra verði teknar alvarlega og úrræði til staðar til að takast á við slíkar áskoranir. Þegar börn eru viðurkennd sem fósturbörn, ætti að skoða hvernig þessar tengsl hafa þróast og hvort einhver hafi haft áhrif á samband barna við annað foreldri. Slíkt álit ætti að vera hluti af ferli til að tryggja velferð barnsins.
Niðurlag
Við þessar aðstæður þar sem móðir hefur tálmað samskiptum við barnsföður í 15 ár og kerfið hefur ekki brugðist við því ofbeldi, er augljóst að það þarf að bæta hvernig samfélagið og barnaverndaryfirvöld bregðast við slíkum málum. Feður þurfa að fá jöfn tækifæri til að vera þátttakendur í lífi barna sinna og því þarf kerfið að tryggja réttindi beggja foreldra til að stuðla að heilbrigðum og farsælum þroska barna.
Á sama tíma verður að vera örugg staða fyrir börnin til að fá að vera í tengslum við báða foreldra sína svo þau nái að vaxa og þroskast á eðlilegan hátt. Tálmun hefur skaðleg áhrif á börn, ævilangt, sem verða fórnarlömb þess háttar ofbeldis.
Frosti fjallar um mál Eddu – ,,Hreint og klárt tálmunar- og barnaránsmál“