Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir ótækt að verslunum sem taka ekki við reiðufé fari fjölgandi og útilokar ekki að Seðlabankinn beiti sér hvað það varðar.
,,Það er mjög mikilvægt að reiðufé gangi áfram sem gjaldmiðill á þessu landi, -sérstaklega þegar við erum að tala um nauðsynjavörur, eins og mat og eldsneyti. Atburðir erlendis ættu að vera gríðarleg hvatning fyrir okkur og bankana að klára þetta mál.“ Segir Ásgeir í ítarlegu viðtali við Ríkisútvarpið og jafnframt:
Seðlabankinn hefur reiknað út að samfélagskostnaður af notkun greiðslumiðla hér á landi sé rúmir 54 milljarðar króna á ári, á hverju ári. Og það er enginn smápeningur, svo þetta sé sett í samhengi er áætlað að nýr Landspítali kosti 200 milljarða króna.
„Það er óásættanlegt að allar greiðslur hér á landi séu inntar af hendi erlendis,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann vill vinna með viðskiptabönkunum að innlendu kerfi. Aukinheldur sé ótækt að verslanir taki ekki við reiðufé.
95% andvíg banni bankanna um að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé
Bankar hóta fyrirtækjum sem taka á móti reiðufé – Stenst þetta lög?