Fullorðinn einstaklingur hefur verið skotinn utandyra í Tøyen hverfinu í Oslo. Maðurinn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús, segir aðgerðarstjórinn Gjermund Stokkli við Dagbladet í Noregi rétt í þessu.
Lögreglan leitar annars manns sem gæti hafa slasast. Ástæða þess er sú að í neyðarsímtalinu til okkar kom fram að nokkrir gætu verið slasaðir. ,,Við erum með fleiri eftirlitsaðila við Tøyen miðstöðina eftir að einn eða tveir slösuðust í tengslum við alvarlegt atvik á svæðinu,“ segir lögreglan í Osló á Twitter áðan.
Fjöldi fólks er á staðnum og er ástandið þar mjög óljóst í augnablikinu. Enginn hefur enn verið handtekinn að sögn lögreglu. Fjöldi fólks var á svæðinu þegar lögreglan kom á vettvang en hún hefur nú stjórn á vettvangi. Lögreglan hefur girt svæðið af og vinnur að því að yfirheyra vitni.
Discussion about this post