Tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft uppi á þremur drengjum, sem leitað hefur verið að undanfarið, og var þeim komið í umsjá barnaverndaryfirvalda í gær.
Í tengslum við fyrrnefnt voru fjórir handteknir og færðir til skýrslutöku, en síðan sleppt að þeim loknum.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið.
Börnin fundust óhult í Garðabæ – Systir og lögmaður handtekin
Umræða