Eldur kom upp í vélarrúmi á togbáti úti fyrir Patreksfirði á tíunda tímanum í gærkvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru með þyrlunni vestur.
Um hálftíma eftir að tilkynning barst Landhelgisgæslunni hafði tekist að reykræsta bátinn og þyrlan hélt leiðar sinnar. Björgunarskip frá Landsbjörg er á leið að bátnum og mun fylgja honum til hafnar. Tíu voru um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp.
Umræða