Um er að ræða fyrirtækið SalMar sem á meirihluta í íslenska félaginu Arnarlaxi á Bíldudal og er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi. En Norðmenn eiga nánast allt laxeldi á Íslandi.
Norska matvælastofnunin sektaði fiskeldisrisann SalMar um 1,7 milljónir norskra króna, eða rúmlega 21 milljónar íslenskra króna. Mikill fjöldi dauðra og mjög veikra fiska fannst í kvíum fyrirtækisins.
Farið var í tíu starfsstöðvar nokkurra fiskeldisfyrirtækja. Hjortøya, starfsstöð SalMar, kom verst út úr eftirlitinu og fann mikinn fjölda dauðra eldislaxa og fiska sem voru með vetrarsár. Við það getur roðið skemmst og sýking komist í fiskinn.
Umræða