Söngkonan Tina Turner er látin 83 ára að aldri. Turner lést eftir erfið veikindi á heimili sínu í Kusnacht í grennd við Zürich í Sviss. Umboðsmaður Turner greindi frá andláti hennar við AP-fréttastofuna í dag.
Turner var ein ástsælasta söngkona bandarísku þjóðarinnar. Á meðal hennar þekktustu laga eru The Best, Proud Mary, Private Dancer og What’s Love Got to Do With It.
Umræða