,,Hörkufrost er á landinu enda yfirleitt bjart og stillt í köldum loftmassa að sög veðurfræðings í morgun. Í dag mun vindur þó fara vaxandi af suðaustri og skýjaþykkni smám saman færast yfir landið SV- og V-lands sem mun þá draga úr frostinu, en hins vegar ekki sömu sögu að segja á N- og A-landi þar sem frostið gefur ekkert eftir í dag. Snjókomubakki kemur svo inn á landið vestanvert seint í dag og getur staðbundið snjóað duglega úr honum en það dregur svo úr ofankomunni með kvöldinu.“
Spá gerð: 27.01.2019 06:49. Gildir til: 28.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-18 m/s og fer að snjóa V-lands seinni partinn, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Snýst í suðvestan 8-15 með éljum undir miðnætti. Mun hægara og bjartviðri á N- og A-landi, en þykknar upp í kvöld og nótt. Dregur smám saman úr frosti í dag, 1 til 15 stig með kvöldinu, kaldast í innveitum.
Gengur í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og við SA-ströndina á morgun, en hægari annars staðar. Víða snjókoma eða él og frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Spá gerð: 27.01.2019 09:47. Gildir til: 29.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-18 m/s og víða snjókoma eða él, hvassast nyrst á Vestfjörðum og úti við SA-ströndina, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Frost 0 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, víða 8-15 m/s og snjókoma eða él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og talsvert frost, en vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa S- og V-lands um kvöldið og dregur úr frosti þar.
Spá gerð: 27.01.2019 08:09. Gildir til: 03.02.2019 12:00.