Um 100 manns þurftu frá að hverfa tómhentir við úthlutun Fjölskylduhjálpar í Reykjanesbæ síðasta föstudag, þar sem birgðir kláruðust.
Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málefni flóttafólks í Reykjanesbæ, en þar kemur fram að á þeim degi hafi verið úthlutað matvörum til um 400 fjölskyldna.
Þá kemur fram í umfjölluninni að Fjölskylduhjálp kaupi mikið af matnum sjálf en einnig séu birgjar í höfuðborginni sem gefi þeim matvæli. Erfitt sé þó að geyma margar matvörur í langan tíma þar sem þau eru með takmarkað geymslupláss, einkum í kæliskápum. Þá er kallað eftir aðstoð frá Reykjanesbæ, en fram kom í máli forstöðukonu samtakanna að ef bæjarfélagið sjái ekki fram á að getað aðstoðað samtökin gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Umræða