Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Biður lögregla þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvar hana er að finna að hafa samband í síma 112.
Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 1716@lrh.is.
Athygli er vakin á því að það getur varðað fangelsi allt að einu ári að aðstoða aðila við að komast undan handtöku, með því að fela viðkomandi, hjálpa við að flýja eða segja rangt til um hvar viðkomandi sé,“ segir í tilkynningunni.
Handtökuskipun á móður sem nam börn á brott af heimili föðurs
Umræða