-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á öllu landinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á öllu landinu. Með norðanáttinni fylgir úrkoma sem einkum er bundin við norðan- og austanvert landið. Fram eftir degi verður úrkoman á formi rigningar eða slyddu á láglendi og hiti ofan frostmarks, en til fjalla verður hríðarveður. Undir kvöld fer að kólna og úrkoman á láglendi færir sig yfir í snjókomu eða slyddu. Á sunnanverðu landinu í dag verður skýjað og úrkomulítið og hiti 1 til 5 stig, en búast má við snörpum vindstrengjum við fjöll og vindhviðurnar geta verið varasamar. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag.

Á morgun (mánudag) er áfram ákveðin norðanátt í kortunum, víða strekkingur að styrk, en hvassviðri austanlands. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Það kólnar í veðri og frost á bilinu 2 til 8 stig á morgun. Annað kvöld lægir síðan svo um munar á vestanverðu landinu, en austanlands blæs áfram fram á þriðjudag.

Veðuryfirlit
100 km S af Færeyjum er víðáttumikil 951 mb lægð sem þokast S. Yfir Grænlandi er 1038 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Norðan 15-25 m/s. Rigning eða slydda á láglendi norðan- og austanlands og hiti yfir frostmarki, en snjókoma til fjalla. Snjókoma eða slydda undir kvöld á þessum slóðum og kólnar heldur. Úrkomulítið á sunnanverðu landinu í dag og hiti 1 til 5 stig.

Norðan 10-15 á morgun, en 15-20 austanlands. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 8 stig. Lægir vestantil á landinu annað kvöld.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 10-18 m/s, en hvassara á Kjalarnesi. Skýjað og úrkomulítið, hiti 0 til 4 stig. Norðan 8-13 á morgun, léttskýjað og vægt frost. Lægir meira annað kvöld og kólnar.

GUL VIÐVÖRUN UM ALLT LAND

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðan 8-13 allra austast á landinu. Dálítil snjókoma norðvestantil, en þurrt í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag (gamlársdagur):
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og líkur á dálitlum éljum á vesturhelming landsins. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag (nýársdagur):
Hæg breytileg átt, bjartvirði og frost 4 til 12 stig, en hægt vaxandi sunnanátt og hlýnandi veður vestantil.

Á laugardag:
Vestlæg átt með rigningu eða slyddu vestantil, en annars þurrt. Hiti 0 til 6 stig.