Er hugsanlega hægt að leggja fram kæru á Alþingi fyrir að koma ekki í veg fyrir að útgerðir fénýti eigur landsmanna í ábataskyni fyrir sig eina?
-
Magnús Guðbergsson, vistvænn strandveiðisjómaður Með sölurétti með aflaheimildir okkar landsmanna sem úthlutað er eitt ár í senn til útgerða og myndar ekki eignarétt.
- Nýtingarréttur er ekki eignarréttur. Aðeins er úthlutað fiski í eitt ár í senn þann 1. september ár hvert.
- En þeir nýta sér það samt við verðmæta aukningu á hlutabréfum og má segja að þeir falsi gengi þeirra, við sölu í kauphöllinni. Því það eru engin raunveruleg veð á bak við afnotarétt til eins árs.
- Nýta sér ímyndaða hækkun með eigum annarra sem er sameign þjóðarinnar.
- Og gefa þannig kaupendum ranga mynd af raunverulegum eignum sem standa á bak við söluandvirði bréfanna sem er eign þjóðarinnar en ekki einstakra hlutafélaga.
- Enn ein pæling.
- Þar sem hægt er að taka allar veiðiheimildir og innkalla án fyrirvara, aftur til ríkisins og þjóðarinnar.
- Hvað er þá raunverulega til sölu í kauphöllinni?
Umræða