Sjö voru vistaðir í fangaklefa yfir síðustu nótt. Átta voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þó nokkuð að minni málum komu upp hjá lögreglu s.l. nótt, m.a. aðstoð vegna ölvunar, skemmdarverk og hávaða mál.
- Aðili handtekinn í hverfi 109 eftir að höfð voru afskipti af honum vegna ölvunar við bifreiðina hjá sér. Kom þá í ljós að hann var með haglabyssu í aftursætinu sem var ótryggð , einnig var annað skotvopn í bifreiðinni ásamt nokkur magni skotfæra. Aðilinn vistaður vegna málsins og tekið blóðsýni þar sem hann var einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
- Erlendur aðili handtekinn í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist hann vera með fíkniefni meðferðis og réttindalaus. Aðilinn vistaður vegna málsins. Í Hverfi 108
- Tilkynnt um hópslagsmál við skemmtistað í hverfi 112. Dyraverðir með einn í tökum þegar lögregla kom á vettvang. Sá reyndist einnig vera með hníf á sér. Eftir að lögreglu var búin að ræða við aðila á vettvangi var einum ekið á slysadeildina til skoðunar.
- Aðili dettur á hopp hjóli og missir veðvitund. Fluttur með sjúkrabíl af vettvangi. Aðilinn reyndist ölvaður.
- Veitingastaður í hverfi 220 með ungmenni við drykkju. Lögreglan mætti á staðinn og ræddi við aðila. Einnig skrifuð skýrsla vegna málsins.
- Aðili handtekinn í miðbænum fyrir að kynferðis áreiti. Einnig víðáttuölvaður, gat ekki sagt til nafns eða gefið aðrar persónuupplýsingar. Vistaður vegna málsins.
Umræða