Langmestu fé hefur verið varið í framboð Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu fyrir kjör forseta. Þetta kom fram á framboðsfundi Heimildarinnar í gærkvöld þar sem sex efstu frambjóðendur samkvæmt fylgismælingum tóku þátt í umræðum.
Katrín upplýsti á fundinum að ráðgert væri að framboð hennar kostaði um 40 milljónir króna. Óháðir aðilar telja þessa tölu vera miklu hærri og hefur verið nefnt að kosningabarátta Katrínar muni kosta í kringum 100 milljónir. Hún sagði í upphafi kosningbaráttunnar að kosningabarátta sín yrði lágstemmd og hefur í viðtölum gert lítið úr kosnaði sínum í kapphlaupinu um Bessastaði.
En sú upphæð sem hún kaus að nefna, þ.e. um 40 milljónir er næstum tvöfalt hærri tala en þeir frambjóðendur sem komast næst henni í kostnaði.
Flestir nefndu tölur á bilinu 10-20 milljónir. Minnstu fé verður varið í framboð Jóns Gnarr eða um sjö milljónum króna eftir því sem fram kom hjá Jóni.
Ríkið greiddi 100 milljónir til fyrirtækis sem starfar fyrir Katrínu Jakobsdóttur