• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 11. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð EES framundan

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
21. janúar 2019
in Erlent, Fréttir
A A
0

Nýtt starfstímabil Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 2014-2021 er að hefjast. Markmið Uppbyggingarsjóðsins er að draga úr félagslegu- og efnahagslegu misræmi innan evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EES EFTA-ríkjanna og fimmtán viðtökuríkja í Suður- og Austur-Evrópu.
Með þátttöku í Uppbyggingarsjóðnum er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs í viðtökuríkjunum og auka samskipti milli einstaklinga á Íslandi og í þessum ríkjum
Ísland mun á komandi tímabili leggja áherslu á verkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, orku- og umhverfismála, samfélagslegra umbóta og málefna flóttamanna. Samvinna á sviði jarðvarma hefur fram til þessa verið mikið áherslumál Íslendinga og mun halda áfram í þeim viðtökuríkjum þar sem kostur er. Á komandi tímabili verður aukin áhersla lögð á tvíhliða verkefni milli viðkomandi ríkja og hvers og eins EES EFTA-ríkis og verður um 2% af framlagi til sérhvers ríkis varið til slíkra verkefna. Með þessari nýbreytni í starfinu munu skapast einstök tækifæri til þess að efla samskipti Íslands og einstakra ríkja.
Til þess að tryggja sem best aðstoð við fyrirtæki og stofnanir á Íslandi, sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum á vegum sjóðsins, munu Rannís og Orkustofnun halda áfram hlutverki sínu sem samstarfsaðilar stjórnvalda á Íslandi og í viðtökuríkjunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands mun einnig aðstoða vegna samstarfs við frjáls félagasamtök.
Utanríkisráðuneytið hvetur íslenska aðila, samtök, fyrirtæki og stofnanir að kynna sér tækifæri innan Uppbyggingarsjóðsins og mun á næstunni koma upplýsingum reglulega á framfæri um sjóðinn.
Í næstu viku verða eftirfarandi fundir haldnir:

  • Miðvikudagur 23. janúar kl. 10.00 hjá Rannís, Borgartúni 30, Reykjavík. Almenn kynning á sjóðnum.
  • Miðvikudagur 23. janúar kl. 12.00 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofa HT-300.  Almenn kynning á sjóðnum.
  • Miðvikudagur 23. janúar kl. 15.30 í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands, haldinn í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25. Kynning á áætlunum sjóðsins tengdum mannréttindamálum og lýðræðisuppbyggingu.
  • Fimmtudagur 24. janúar kl. 10-15 Framadagar í Háskólanum í Reykjavík. Almenn kynning á sjóðnum og tækifærum vegna starfsnáms.
  • Föstudagur 25. janúar kl. 9.30 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, Reykjavík. Kynning með áherslu á tækifæri tengd samstarfi við sveitarfélög.
  • Föstudagur 25. janúar kl. 11.00 hjá Matís, fundarherberginu Súlur, Vínlandsleið 12, Reykjavík. Kynning á áætlunum sjóðsins um bláa hagkerfið.

Fleiri fundir verða haldnir á næstunni um Uppbyggingarsjóðinn. Jafnframt má finna ítarlegar upplýsingar um sjóðinn á Stjórnarráðsvefnum.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    234 deilingar
    Share 94 Tweet 59
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    36 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    60 deilingar
    Share 24 Tweet 15
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    12 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Risagjaldþrot Heima ehf. – Heimahúsið í sama húsnæði

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?