Orðrómur um hvarf Anne-Elisabeth Hagen hefur haft mikil áhrif á rannsókn lögreglunnar í Noregi og hefur hún þurft að eyða dýrmætum tíma til að rannsaka ábendingar sem að hafa komið fram í sögusögnum í tengslum við hvarf hennar.
Klukkustundir hafa breyst í daga og dagar hafa breyst í vikur. Vikur hafa breyst í mánuði – næstum sjö samtals og lögreglan er ennþá án vitneskju um það hvar Anne-Elisabeth Hagen er nú niðurkomin. Endalaus flaumur af ábendingum hefur hætt og hægt en örugglega fer lögreglan yfir lista ábendinga og rannsakar þær allar.
Samkvæmt lögreglunni er nú gert ráð fyrir að gera skýrslu um þau verkefni sem eftir eru. Sumarfrí eru að nálgast og það þýðir að við erum að nálgast tímabil með lægri styrkleika í rannsókninni vegna manneklu.
Nokkrir brúnir pappírspokar fundust í leit á svæðinu við Langvannet, nálægt Sloraveien. Lögreglumaðurinn Brøske mun ekki enn upplýsa um hvað þeir innihéldu. Á sama tíma útilokar hann ekki nýja leit bæði á svæðinu við heimilið og annars staðar. Hins vegar hefur leit ekki verið ákveðið ennþá.
Samhliða leit á þessu svæði vinnur hann enn frekar að því að skoða skjalið sem fannst á heimili Hagen, sama dag og hin 69 ára gamla konu var rænt. Skjalið inniheldur skilaboð til fjölskyldunnar og kröfu um 1.3 milljarða króna í lausnargjaldi, í formi Monero dulritunar gjaldmiðilsins.
Brøske vill ekki tilgreina hvar skjalið er geymt
,,Ég get staðfest að við erum að rannsaka nokkra hluti, þar með talið bæði skrift og efni, en einnig pappírsgerðina sem að er skrifað á og önnur atriði skjalsins. Sumar kannanir veita ekki nákvæm svör en rannsóknin myndar ný verkefni, segir Brøske.
Við höfum ekki enn fundir lausn á því, hverjir þeir seku eru sem að taldir eru hafa rænt eiginkonu milljarðamæringsins, Tom Hagen, og lögreglan hefur þurft að fínkemba allar upplýsingar frá almenningi eftir ábendingum – hverjar sem að þær eru. Lögreglumaðurinn Tommy Brøske, viðurkennir að þó nokkrar ábendingarnar hafi verið ósennilegar, eða ólíklegar, hafi þeir ekki efni á að fara fram hjá þeirri skráðu vinnureglu að rannsaka allar ábendingar, því að málið sé erfitt.
Svarið við því hvar hin 69 ára gamla Anne-Elisabeth Hagen er nú, getur jafnvel átt við óhugsandi stað, þar sem að við höfum enga hugmynd um það ennþá, hvar hún er. Við fáum ennþá ábendingar inn á símsvara sem að hægt er að hringja í og segja þar frá sögusögnum eða vísbendingum. Ég get staðfest að við höfum fengið upplýsingar sem að tengjast ýmsum viðskiptasamböndum sem og fjölskyldusamböndum og við skoðum þær. Við tökum í grundvallaratriðum allar þessar ábendingar alvarlega og skoðum þær betur. Þar sem við erum enn að rannsaka málið í heild og málið er enn óleyst, „segir rannsóknarlögreglumaðurinn Brøske um hvarfið.