Orkuverð til íbúa Hafnarfjarðar muni hækka
Harðar deilur hafa verið vegna fyrirhugaðrar sölu bæjarráðs Hafnarfjarðar á 15,42 prósenta hlut bæjarins í HS orku. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins voru algerlega á móti sölunni og Sigurðar Þ. Ragnarssonar, bæjarfulltrúi Miðflokksins, leggur til að beðið verði með söluna þangað til það liggur fyrir, hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar:
„Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Segir í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins.
Hafnarfjörður sagður hafa tapað 50 milljörðum á sölu í kvótakerfinu og nú eigi að tapa á HS veitum
Á vefsíðunni Jæja.is er það rifjað upp að bæjarfélagið sjálft hafi eitt sinn átt kvóta en hafi selt hann og tapað gríðarlegum fjármunum á því:
,,Býrðu í Hafnarfirði? Ert lýðræðissinni? Viltu að Hafnfirðingar sjálfir, eigendur hlutar í HS Orku, taki ákvörðun um hvort hlutur bæjarbúa í fyrirtækinu verði seldur? Eða viltu að fulltrúar auðvaldsflokkanna í bæjarstjórn færi þessa almannaeign til hinna ríku og valdamiklu í einhverju bakherberginu, undir fölskum málflutningi um að bærinn sé betur settur með því að selja frá sér allar mjólkurkýr?
Stoppið þjófnaðinn
Sjálfstæðismenn seldu Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á sínum til til Kristjáns Loftssonar í Hval og Þorsteins Más Baldursson í Samherja fyrir kúk og kanil, lögðu þar með grunninn að ríkidæmi þessara manna og lögðu í raun niður sjávarútveg í þessari glæsilegu sjávarbyggð sem Hafnarfjörður var. Ef bæjarútgerðin hefði ekki verið seld ætti bæjarsjóður í Hafnarfirði um 50 milljarða króna virði af kvóta og sjávarútvegur væri enn ein af stoðunum undir atvinnulífinu í firðinum.
Bjargið bænum
Skrifið undir kröfu um íbúakosningu, hér. Núna. Fresturinn er skammarlega stuttur. Hvetjið vini og vandamenn í Hafnarfirði til að skrifa undir. Bjargið bænum.“ Segir á vefsíðunni.
https://www.facebook.com/jaejajaejajaeja/posts/1341462229392641