,,Skammtímagróði fárra – Sjókvíaeldisfyrirtæki aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi“
Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýndi harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum á vefnum visir.is í gær.
Tilefni greinarinnar var að Njáll Trausti skrifaði lofsamlega grein um fiskeldi í Markaðinn í síðustu viku, jafnframt kemur fram að Njáll stendur þessa dagana í baráttu um efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, en Inga Lind er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Inga Lind segir m.a. í gagnrýni sinni á þingmanninn, að það sé eins og hann hafi skrifað lofræðuna á skrifstofu Fiskeldis Austfjarða „svo laus voru skrifin við gagnrýni og fyrirvara um laxeldi í opnum sjókvíum.“ Sannleikurinn sé sá að slík starfsemi flokkist sem mengandi iðnaður, þar sem spurningin sé ekki hvort hún valdi skaða á lífríkinu heldur einfaldlega hversu miklum. Þá segir Inga Lind að heimafólk sé almennt ekki áhugasamt um störf í þessari grein og flestir starfsmennirnir séu erlent farandverkafólk.
„Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga.
Inga heldur því fram að sjókvíaeldisfyrirtæki hafi aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi. „Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst þannig um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra,“ skrifar Inga Lind í grein á Vísi.
Sjókvíaeldi er bein atlaga að verðmætum sem þegar eru til í landinu, enda eru tekjur af veiðihlunnindum á meðal meginstoða búsetu í dreifbýli hér á landi. „Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga.