Fjögur snjóflóð hafa fallið í Hlíðarfjalli í dag sem urðu öll af völdum sprenginga með sérstökum búnaði. Eitt flóðanna er um 200 metra breitt.
Starfsmaður ofanflóðarvaktar Veðurstofunnar er í Hlíðarfjalli að skoða aðstæður betur og meta hvort þetta sé nýr snjór sem fór á hreyfingu, eða eldri snjóalög. Ekki sé talin snjóflóðahætta í troðnum brautum í Hlíðarfjalli, en skíðafólki er ráðið frá því að skíða utan brauta.
Umræða