Edda Björk Arnardóttir, sem staðið hefur í forræðisdeilu við barnsföður sinn í Noregi er enn í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var færð þangað úr gæsluvarðhaldi í gærkvöld en til stendur að flytja hana til Noregs, og taldi fjölskylda hennar að það ætti jafnvel að verða gert í nótt, samkvæmt upplýsingum ríkisútvarpsins.
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, hefur ásamt fleirum hafst við utan fangelsisgirðingarinnar í nótt og segir þau hafa lokað innkeyrslunni að fangelsinu. Ragnheiður segir lögreglu hafa komið af og til í nótt og fylgst með úr fjarlægð, án þess að aðhafast.
Ragnheiður sagði á Facebook í gærkvöld að systur sinni hefði verið tilkynnt um fyrirhugaðan brottflutning til Noregs þegar læsa átti fangaklefa hennar í gærkvöld. Lögmaður Eddu segist eiga von á úrskurði Landsréttar í dag, um gildi gæsluvarðhaldskröfu héraðsdóms.
Handtökuskipun á móður sem nam börn á brott af heimili föðurs
Umræða