Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök hans var 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu.
Jarðskjálftahrinan hefur aukist á Reykjanesskaga og nokkrir skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst undanfarnar klukkustundir.
Í morgun kl. 8:06 mældist skjálfti af stærð 4,3 um 1.5 km NV af Þorbirni. Í nótt mældist jarðskjálfti af stærð 4,2 mældist um 1,2 km vestur af Bláa Lóninu kl. 03:51. Jarðskjálftarnir fundust víða um suðvesturhornið og hrinan stendur enn yfir. Alls hafa mælst 9 jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mælst frá miðnætti.
Yfir 10.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Alls hafa 20 skjálftar mælst yfir 3 að stærð, þar af þrír yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4.5 að stærð kl. 8:18 þann 25/10.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.