Mótmælendur í Rússlandi, gegn innrás Rússa í Úkraínu eiga yfir höfði sér himin háar sektir, nauðungarvinnu og mjög harða meðferð verði þeir handteknir af yfirvöldum.
Meira en 7.000 manns sem hafa mótmælt innrás Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu hafa verið handteknir – þeir hafa oft engan aðgang að lögfræðingum á meðan sumir eru „alvarlega barðir án ástæðu“
Rússneskir mótmælendur eiga yfir höfði sér fangelsisvist án aðgangs að lögfræðingum, sektum og harðri meðferð þegar þeir eru handteknir, sagði eftirlitsmaður með pólitískum ofsóknum í kjölfar stórra mótmæla í rússneskum borgum vegna Úkraínu.
Samkvæmt OVD-Info, mannréttindasamtökum sem hafa það að markmiði að vernda þá sem er refsað fyrir að nýta rétt sinn til fundafrelsis, hafa alls 7.032 manns verið í haldi í meira en 130 mismunandi borgum í Rússlandi frá innrás þeirra í Úkraínu í síðustu viku.
Hrikalegar fregnir bárust á miðvikudaginn um að börn væru handtekin fyrir að leggja blóm að úkraínska sendiráðinu í Moskvu. Rússneski stjórnarandstöðupólitíkusinn Ilya Yashin birti myndir sem sýna þrjú börn halda á spjöldum og blómum aftan á lögreglubíl, ásamt öðrum börnum á bak við rimla á lögreglustöð. Amnesty International hefur síðan sagt að börnin hafi verið látin laus þökk sé afskiptum lögfræðings að málinu.
Margir þeirra sem þora að tala gegn stjórninni eru hins vegar sviptir því tækifæri og eru handteknir, segir formaður OVD-Info, Maria Kuznetsovoga.
Hún sagði að fólk væri venjulega handtekið af annað hvort lögreglunni eða þjóðvarðliðinu, þar sem margir eru í haldi „bara fyrir að vera í miðbænum“. Sumir voru handteknir fyrir að hrópa slagorð, fyrir að halda á veggspjöldum gegn stríði eða rússneskum yfirvöldum eða jafnvel fyrir að vera með merki með slagorðum á töskum eða yfirhöfnum. „Sumir hinna handteknu eru barðir, jafnvel alvarlega, oft án nokkurrar ástæðu.“
Þá tilkynnti ríkisstjórn Rússlands að það hefði verið lokað á Facebook í gær og innan nokkurra klukkustunda virtist Twitter líka hafa verið lokað í landinu.